fbpx

Nýr valkostur í markaðssókn

Eyrarland er norðlensk auglýsingastofa sem býður upp á alhliða lausnir þegar kemur að markaðssetningu á vörum og þjónustu, með áherslu á norðlenskan markað. Við sérhæfum okkur í vefsíðugerð, samfélagsmiðlastjórnun, framleiðslu myndefnis og streymi frá fundum og viðburðum. Við erum að auki í samstarfi við hönnuði og forritara, þannig að það eru engin takmörk fyrir því hvað við getum brallað saman. Og þó þú vitir ekki hvað þú vilt er það ekki vandamál, bara tækifæri fyrir okkur að finna útúr því saman.

Eyrarland er rekið af Baldvini Esra og Jóni Tómasi, bræðrum ættuðum víðsvegar af landinu, meðal annars frá Eyrarlandi í Eyjafirði.


Starfsfólk

Jón Tómas

hefur yfir 10 ára reynslu af framleiðslu myndefnis og komið að fjölda verkefna á sínum ferli. Helst ber að nefna framleiðslu sjónvarpsþáttanna Sönn íslensk sakamál, framleiðslustýringu tveggja Áramótaskaupa, framleiðslustýring tæknibrellna fyrir Ófærð og Latabæ og svo vinna við tæknibrellur í stórmyndinni Everest.


Baldvin

Baldvin Esra

hefur yfir 10 ára reynslu af vefritstjórn, stjórnun markaðsmála, sölumála og samfélagsmiðlum. Helst ber að nefna stofnun og rekstur útgáfufélagsins Kimi Records, samfélagsmiðlastjórnun hjá Kex Hostel og hjá Applicon (nú Origo) og sölu- og markaðsstýringu hjá Saga Travel.


Hafa samband


Ef þú vilt frekar senda okkur bara tölvupóst eða hringja, þá skiljum við það fullkomlega…

email: eyrarland@eyrarland.is
sími: 6968182